Tíminn - Ólöf Erla sýnir

Ólöf Erla Bjarnadóttir sýnir í Herberginu í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4, Reykjavík

Er hægt að smækka svo víðfeðmt fyrirbæri sem tímann niður í eina bláa blöðru. Er það trúverðugt að manneskja upplifi tímann, þetta illhöndlanlega fyrirbæri á svo afmarkaðan hátt? Þannig var það nú samt hjá mér eftir áfall sem ég fékk í sumar. Blóðtappi sem plasseraði sér á skynsvið heilans, lét tímann svífa um í líki blöðru. Sýnilegur, skynjanlegur sem vatnsblá blaðra vinstra megin við mig. Ég sá hann aldrei beint, því um leið og ég snéri höfðinu, snérist hann með. Mér fannst óskiljanlegt að tíminn væri línulaga fyrirbæri þar sem öllu sem ég upplifði og skynjaði væri skipt niður í einingar, s.s. klukkustundir, mínútur, sekúndur. Þessi skynjun, upplifun, var fáránlega skemmtileg, absúrd og skrítin en mjög skýr og sterk.

Sýningin er opin um helgina: laugardag og sunnudag kl. 10-17

Sjá nánar hér