Sumarnámskeið Myndlistaskólans í Reykjavík

Á sumrin er býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á einnar og tveggja vikna löng námskeið fyrir börn í sumarleyfi. Kennslan fer fram daglega, ýmist fyrir eða eftir hádegi. Krökkunum er skipt í nokkra aldurshópa og þau vinna með margvísleg efni og aðferðir, bæði tvívíð og þrívíð verkefni. Auk þess er farið í vettvangsferðir og unnið utandyra að hluta.

Fjölbreytt dagskrá fyrir hina ýmsu aldurshópa, 4-5 ára, 6-8 ára, 10-12 ára og 13-16 ára.

Teikning og málun. Brúður og leikhús. Búninga- og grímugerð. Origami, bókagerð og grafík. Hreyfihönnun og tölvuteikning.

Smelltu hér til þess að skoða námskeiðin. Til þess að sjá nánari upplýsingar og skrá á námskeið þarf að ýta á námskeiðaheiti.

Námskeiðin verða kennd í Myndlistaskólanum í Reykjavík að Hringbraut 121 einnig verða nokkur námskeið í útibúi skólans á Korpúlfsstöðum.

Námskeiðin eru flest vikulöng og eru kennd frá kl. 9-12 og 13-16.