Stóll

Stóll er ný sýning sem hefur verið opnuð í Hönnunarsafninu. Á sýningunni er fjöldi stóla eftir íslenska hönnuði.

Stólarnir eru úr sístækkandi safneign Hönnunarsafnsins. Þeir elstu frá 4. áratugnum en sá yngsti frá 2013. Stólasafnið telur nokkur hundruð stóla, allt frá innlendri og erlendri fjöldaframleiðslu til stóla sem voru sérhannaðir fyrir ákveðna staði eða eru frumgerðir sem hönnuðir leggja fram sem tillögur í þróunarvinnu sinni.

Stólar eru oft stærsti þátturinn í safneignum hönnunarsafna enda stóll einn mikilvægasti hluti húsbúnaðar. Stóll eða setgagn, eins og Halldór Laxness kallaði fyrirbærið, getur látið lítið yfir sér en horfi maður yfir ólíkar vistarverur og staði, má gjarnan sjá hvernig stóllinn undirstrikar tilgang svæðisins og stendur táknrænn fyrir það hlutverk sem hann hefur á hverjum stað.

Á sýningunni getur einnig að líta tilvísanir til stólsins úr íslensku tungumáli og myndir sem teknar hafa verið í gegnum tíðina af íslenskum stólum í almenningsrými ásamt viðtölum við nokkra húsgagnahönnuði um tiltekna stóla sem þeir hafa hannað.

Verið velkomin!

Eftirtaldir hönnuðir eiga verk á sýningunni: 
Ari Már Lúðvíksson Árni Jónsson Ásgeir Einarsson Dögg Guðmundsdóttir Erla Sólveig Óskarsdóttir Friðrik Þorsteinsson Guðjón Samúelsson Guðmundur Benediktsson Guðmundur Einarsson Guðrún Margrét Ólafsdóttir Gunnar H. Guðmundsson Gunnar Magnússon Gunnar Theódórsson Halldór Hjálmarsson Helgi Hjálmarsson Hjalti Geir Kristjánsson Jón Benediktsson Jón Ólafsson Jóhann Ingimarsson (Nói) Leó Jóhannsson Oddgeir Þórðarson Ólafur B. Ólafsson Óli Jóhann Ásmundsson Pétur B. Lúthersson Sigríður Heimisdóttir Sigurður Gústafsson Sigurgísli Sigurðsson Sigurjón Pálsson Skarphéðinn Jóhannsson Stefán Snæbjörnsson Sturla Már Jónsson Sveinn Kjarval Valdimar Harðarson Þorkell G. Guðmundsson Þórdís Zoëga

Sýningarstjórar: Harpa Þórsdóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir 
Hönnun sýningar og aðstoð við sýningarstjórn: Helgi Már Kristinsson
Ritstjórn texta: Harpa Þórsdóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir
Þýðingar: Guðrún Baldvina Sævarsdóttir
Myndbönd og viðtöl: Edda Björnsdóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir
Ljósmyndun: Andrew Murray, Anna María Sigurjónsdóttir
Grafísk hönnun: Ámundi
Prentun: Litróf, Tvíbjörn, Pétur Thomsen
Sérstakar þakkir fá: Landakotsskóli, RÚV, Menntaskólinn í Reykjavík, Borgarsögusafn, Þórarinn Eldjárn, Sigurður Gústafsson, Pétur B. Lúthersson, Þórdís Zoëga, Þorkell G. Guðmundsson, Háskóli Íslands-Magnús Diðrik Jónsson.