Stephen West prjónahönnuður frá Westknits – Fyrirlestur og námskeið

Stephen West – Fyrirlestur um verk og hönnun
Laugardaginn 4. mars kl.13:00-14:00


Stephen West frá Westknits heldur fyrirlestur um prjónahönnun sína og verk. Í fyrirlestrinum fjallar Stephen sérstaklega um nýútgefna prjónabók sína, Westknits Bestknits Number 1 – Shawls, um helguð er sjölum og yrjóttri hönnun.

Stephen West er mjög vinsæll og hæfileikaríkur hönnuður sem prjónar á ferðalögum sínum um heiminn. Stephen hefur hannað hundruð mjög vinsælla og frumlegra prjónauppskrifta og hefur fersk hönnun hans og aðgengilegar prjónauppskriftirnar rakað til sín fylgjendum úr tísku- og prjónaheiminum. Westknits línan einkennist af tilraunakenndri og frumlegri hönnun sem er einstök í prjónaheiminum.

Sjá heimasíðu Stephen West.

Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði Myndlistaskólans í Reykjavík, í JL-húsinu Hringbraut 121, 2. hæð. Allir eru hjartanlega velkomnir og er aðgangur ókeypis. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

„Colour Play the Westknits Way!“ - Námskeið

Laugardaginn 4. mars kl. 14:30-17:30

Stephen West leiðir námskeið þar sem farið verður yfir hvernig hægt er að ná fram fallegum áferðum og litasamsetningum með einföldum prjóna aðferðum. Kenndar verða aðferðir við að prjóna rendur, „styttar umferðir“ og að prjóna með fleiri en einum lit í einu. Stephen sýnir dæmi um litrík og fjölbreytt Westknits prjónamynstur um leið og hann hvetur nemendur áfram við að prjóna og nýta garn á nýjan hátt.

Námskeiðið er fyrir styttra og lengra komna en nemendur þurfa að hafa einhverja reynslu af prjónaskap (geta fitjað upp, prjónað slétt og brugðið). Nemendur eru hvattir til að mæta með eigið garn og prjóna. Best er að koma með mismunandi gerðir af litríku garni og nokkrar stærðir af prjónum. Nemendur mega endilega koma með garn eins og „mohair“ eða annað „funky“ garn. Stephen mun einnig koma með eitthvað af lituðu garni sem hægt verður að leika sér með. Kennslan fer fram á ensku.

Verð fyrir námskeið: 7.000 kr.

Hámarksfjöldi nemenda er 15 og er nauðsynlegt á skrá sig á heimasíðu Myndlistaskólans eða með því að hringja á skrifstofu skólans í s. 551-1990. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu Myndlistaskólans.

Sjá viðburð á Facebook.