Spor - textílbókverk á Heimilisiðnaðarsafninu í sumar

Textílbókverkasýningin SPOR á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi í sumar.

Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES er sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi í sumar, en að sýningunni stendur bókverkahópurinn ARKIR ásamt erlendum gestum þeirra. Gestir ARKA á sýningunni hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og þekkja því vel til Heimilisiðnaðarsafnsins og dýrgripanna sem þar eru varðveittir. Verkin á sýningunni kunna því að vísa í íslenskar textílhefðir, vefnað, útsaum, jurtalitun og fleira, auk þess að vera innblásin af náttúru Íslands, menningu kvenna og sögu. Sýningin mun standa fram til vors 2021.

Sýnendur – ARKIR og gestir

Anna Snædís Sigmarsdóttir
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Áslaug Jónsdóttir
Bryndís Bragadóttir
Helga Pálína Brynjólfsdóttir
Ingiríður Óðinsdóttir
Jóhanna Margrét Tryggvadóttir
Kristín Guðbrandsdóttir
Kristín Þóra Guðbjartsdóttir
Sigurborg Stefánsdóttir
Svanborg Matthíasdóttir
Julia Boros
Catherine Ferland
Anne Greenwood
Cornelia Theimer Gardella
Emily Yurkevicz

Sjá nánar á vef Arkanna