Spiladós – námskeið

Spiladós – námskeið

Margrét Guðnadóttir í Kirsuberjatrénu kennir gerð spiladósa á námskeiði mánudagskvöldið 12. nóv. kl. 18 - 21.

Ofin er spiladós úr hvítu pappírssnæri með mismunandi skrauti. Spilverkið er lag Jórunnar Viðar „Það á að gefa börnum brauð‟. Námskeiðið hentar bæði byrjendum í körfuvefnaði og þeim sem áður hafa kynnst því handverki. Í lok námskeiðsins geta nemendur keypt efni í fleiri spiladósir til að taka með sér.

Tímasetning: Mánudaginn 12. nóvember kl. 18-21.

Staðsetning: Námskeiðið fer fram í Heimilisiðnaðarskólanum Nethyl 2e.

Námskeiðsgjald: 11.700 kr. (10.530 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) efni er innifalið.

Skráning: skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 5515500.