Smiðjur í Stykkishólmi opna á ný

Þann 4. maí n.k. verða Smiðjur, Aðalgötu 20 í Stykkishólmi opnaðar á ný. Smiðjur er opið verkstæði með keramik, tréverk og skartgripi til sýnis og sölu

Gullsmiðja Gretu Maríu, Smávinir og Leir7eru opin verkstæði þar sem hægt er að fylgjast með gerð ólíkra muna úr eðalmálmum, íslensku birki og leir frá Ytra-Fagradal. Skartgripir, trémunir og keramik í fjölbreyttu úrvali eru til sýnis og sölu.

Opið er í Smiðjum sem hér segir:
Mánudaga til föstudaga kl. 14 - 17 og laugardaga kl. 14 - 16.

Greta María, Lára og Sigga hlakka til að taka á móti ykkur í Hólminum.

Smiðjur á Facebook