Smástundamarkaður, Bjarni Sigurðsson leirlistamaður

Listin að leggja á borð tekin á efsta stig. 
Verk Bjarna Sigurðssonar einkennast af einföldum, hreinum formum og fjölbreyttum og litríkum glerungum sem gerir hvert verk einstakt.
Það kemur ekki á óvart að ein virtasta lífsstílsverslun Bandaríkjanna, ABC Carpet and Home í New York hefur tekið ástfóstri við vörurnar hans Bjarna. Um helgina gefst tækifæri að skoða og versla þessar einstöku vörur í Hönnunarsafni Íslands með smástundaafslætti.

Í samvinnu við nágranna Hönnunarsafns á Garðatorgi, verslunina Kjöt og Fisk, verður lagt á borð og boðið upp á kraftmikið nautasoð í hádeginu 2. desember. Þennan dag er frítt inn á safnið í tilefni af því að ljósin verða tendruð á jólatrénu við Garðatorg kl. 16.00.

Sérstakur gestur ásamt Bjarna er Áslaug Snorradóttir matarævintýrakona.

Opið kl. 12-17 laugardag og sunnudag.

Sjá nánar hér