Skynjun - Má snerta

Gerður Guðmundsdóttur hefur opnað einkasýninguna "Skynjun - Má snerta" í Listasal Mosfellsbæjar. 

Kjarni sýningarinnar er skynjun. Hér er gengið þvert á hefðbundnar
sýningaraðferðir, því öll verkin má snerta.
Á meðan verkin eru ætluð öllum gestum, er sérstaklega hugsað til blindra og sjónskertra. Með það fyrir augum er leikið með ólíkar áferðir, andstæða liti og snertingu.
Öll verkin með einni undantekningu eru þrívíddarverk, hengd á veggi, dingl-andi, fljót-andi, svíf-andi, leik-andi, ið-andi, skríð-andi út í rýmið og velt-andi út á gólf. Gestir geta gengið í kringum verkin og meðfram þeim og fundið fyrir hughrifum við snertingu ólíkra áferða. Hvert verk segir sína sögu og leiðir gesti áfram í gegnum áþreifanlegan söguþráð: skynjunin er ævintýrið.

Sjá nánar um sýninguna hér

Sýningin stendur til 13. september.