Sensitive landscape

Anna Gunnarsdóttir, textíllistakona opnar sýningu sína SENSITIVE LANDSAPE, laugardaginn 19. nóvember kl 15. í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Sýningin stendur til 14. desember 2016

Verkin eru myndbrot sem sjást í náttúru landsins. Öll eru verkin gerð úr silki og ull sem Anna málar og formar eftir japanskri shibory tækni. 
Anna er búin að vinna við textil í yfir 25 ár og hefur þróað sína aðferð við þæfingu þar sem verkin hennar eru byggð á ljósi og skugga. Hún er buin að vera iðin við það að sýna verkin sín erlendis undanfarin ár. Hún hefur verið valin inn á sýningar víðs vegar í heiminum þar hefur hún meðal annars sýnt stór þrívíddar verk úr íslenkri ull sem hafa staðið í fjörunni allt frá Ástralíu til Danmerkur. 
Hún hefur kennt þrívíddar þæfingu meðal annars í Haystack USA, Englandi, Þýskalandi, Ástralíu og fleiri löndum. 
Vinnustofa hennar er til húsa í Brekkugötu 3a Akureyri.

Sjá nánar um sýninguna hér