Prjónahátíð Reykjavíkur haldin í apríl

Prjónahátíð Reykjavíkur / Reykjavik Knitting Festival verður haldin í vor í hjarta höfuðborgarinnar.

Hátíðin sem haldin verður dagana 23. til 26. apríl er fyrir alla sem prjóna, hekla, spinna eða stunda aðrar hannyrðir. Margt spennandi verður í boði: Örnámskeið með stórkostlegum kennurum, áhugaverðir fyrirlestrar, frábær markaður, prjónahittingar og dagsferðir, kvöldveisla.

Hægt er að fylgjast með Reykjavik Knitting Festival á eftirtöldum miðlum:

Á tix.is er hægt að kaupa miða á hátíðina.