Prjónað af fingrum fram

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins

Verið velkomin á opnun sýninarinnar „Prjónað af fingrum fram“ sunnudaginn 28. maí, kl. 15:00 í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi. Sýningin er samstarfsverkefni safnsins, Heimilisiðnaðarfélags Íslands og Kristínar Schmidhauser Jónsdóttur sem er höfundur samnefndar bókar um Aðalbjörgu Jónsdóttur.

Aðalbjörg, sem varð 100 ára þann 15. desember síðastliðinn, mun ásamt dóttur sinni Ragnhildi Hermannsdóttur, opna sýninguna og Íris Árnadóttir langömmubarn Aðalbjargar syngur. 

Í tilefni dagsins eru konur sem eiga handprjónaða kjóla hvattar til að draga þá fram í dagsljósið og klæðast þeim.

Allir velkomnir!

Sumarsýningin er opin 1. júní - 31. ágúst kl. 10-17.