Opnunarhóf hjá Kiosk Granda

Verið velkomin í opnun Kiosk Granda laugardaginn 12. september kl. 15-18.

Kiosk Grandi er ný hönnunarverslun í verbúð að Grandagarði 35. Kiosk Grandi leggur áherslu á íslenska fatahönnun og fylgihluti.

Kiosk Grandi samanstendur af 6 merkjum:

Anita Hirlekar, BAHNS, EYGLO, Hlín Reykdal, Magnea, Sushchenko

Einnig fást ilmvötn frá Andreu Maack, baðlína frá Spa of Iceland, skartgripir frá PdPaola og fleira. 

Laugardaginn 12. september kl. 15-18 verður haldið opnunarhóf og verða léttar veigar frá íslenska vínframleiðandanum Og Natura og 15% afsláttur af allri íslenskri hönnun.

Gjafapokar
Andrea Maack veitir ilmráðgjöf
Spa of Iceland kynnir nýja heimilisilmi.

Sjá nánar um opnunina á Facebook