Opnunahátíð - LIST ÁN LANDAMÆRA 2019

LIST ÁN LANDAMÆRA 2019


List án landamæra 2019 verður haldin dagana 5. til 20. október í Gerðubergi.

Verið velkomin á opnunarhátíð haldin laugardaginn 5. október kl. 15:00 í Gerðubergi

Dagskrá opnunarhátíðar

  • Eliza Reid, forsetafrú, mun setja hátíðina og veita Atla Má Indriðasyni viðurkenningu sem listamanni Listar án landamæra 2019
  • Bjöllukórinn flytur tónlist
  • Kolbeinn Jón Magnússon og Sigurður Reynir Ármannsson flytja gjörning
  • Flutt verður brot úr Fegurð í mannlegri sambúð, nýtt verk eftir Ásrúnu Magnúsdóttur, Gunni Martinsdottur Schlüter og Olgu Sonju Thorarensen

Kynnar verða Katrín Guðrún Tryggvadóttir, þáttagerðarkona úr Með okkar augum og Jafet Máni dagskrágerðarmaður á Rúv núll

Opið verður í innsetningu Báru Halldórsdóttur, Haltur leiðir blindan, á fyrstu hæð í Gerðubergi.

Einnig verða ýmis vídjóverk sýnd á víð og dreif um húsið.

Samhliða opnunarhátíðinni opnar einnig samsýning listamanna sem mun standa yfir í Gerðubergi alla daga Listar án landamæra.


List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðra listamanna. Tilgangur hátíðarinnar er að auka menningarlegt jafnrétti fyrir fatlaða listamenn. Eitt af markmiðum hátíðarinnar árin 2019 - 2021 er að auka samtal við stjórnendur og skipuleggjendur í listheiminum með það fyrir sjónum að auka aðgengi fatlaðra listamanna að listheiminum.

Allar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar eru á listin.is