Nýr sýningarsalur á Skólavörðustíg

Nýverið opnaði Gallery Grásteinn sýningarsalinn GRÁSTEIN á efri hæð sinni á Skólavörðustíg 4 og leigist sýningarsalurinn nú út í einn mánuð í senn.

Sýningarsalur Gallery Grásteins er kjörinn fyrir listafólk sem vill sýna og kynna verk sín í rúmgóðum og björtum sýningarsal á besta stað í Reykjavík. Salurinn er opinn á sama tíma og Gallery Grásteinn, þ.e alla daga frá kl. 10-18 nema á sunnudögum til kl. 17.
Sýningarsalurinn leigist út í mánuð í senn.
Gallery Grásteinn er metnaðarfullt listmuna- og handverksgallerí sem sérhæfir sig í sölu listmuna meðlima þess.
Gallery Grásteinn svarar öllum spurningum er viðkemur sýningarsalnum og tekur á móti umsóknum á netfangingu grasteinnsalur@gmail.com
Tengiliðir salarins eru Christine Gísla og Jóna Þorvalds.

Gallery Grásteinn
Skólavörðustígur 4
101 Reykjavík

Gallery Grásteinn á Facebook