Mjög spennandi námskeið á Akureyri

Dagana 16.- 19. maí verður ungverska listakonan Eszter Bornemiza með mjög spennandi námskeið á Akureyri.

Eszter er frábær kennari og hefur sýnt verk sín um heim allan og hlotið verðlaun fyrir.

Námskeiðið verður haldið dagana 16., 17., 18. og 19. maí frá kl. 9.30 til 16.30

Námskeiðið er haldið í Hvítspóa gallery, Óseyri 2, Akureyri

Kennt verður á ensku og eingöngu 12 nemendur komast að.

Verð fyrir námskeiðið er kr. 38.000.-

Anna Gunnarsdóttir textíllistakona á Akureyri stendur fyrir námskeiðinu, hún á og rekur Hvítspóa gallery og mun Eszter Bornemiza opna sýningu á verkum sínum í gallerínu hjá henni. 

Anna kynntist Eszter í Ástralíu á síðastliðnu ári þar sem þær voru báðar að kenna fyrir Fibre Art Australia og hreifst Anna mjög af verkum hennar. 

Fyrir nánari upplýsingar um námskeiðið sendið póst á Önnu Gunnarsdóttur, annagunn.iceland@gmail.com

Vefur Eszter Bornemiza: www.bornemisza.com