Magnea Einarsdóttir fatahönnuður með Smástundarmarkað

Verið hjartanlega velkomin á smástundamarkað í safnbúð Hönnunarsafnis Íslands helgina 5.-6. desember frá kl. 12-17.

Magnea Einarsdóttir fatahönnuður mætir með hlýjar og fallegar yfirhafnir sem frumsýndar eru á sýningunni 100% ULL. Fatalínan ber nafnið Made in Reykjavík og samanstendur af treflum og yfirhöfnum úr íslenskri ull.

Athugið að frítt er inn á sýninguna 100% ULL til áramóta og að safnbúðin okkar er full af fallegum vörum eftir íslenska hönnuði. 

Safnið er opið alla daga nema mánudaga, frá 12-17.

Hönnunarsafn Íslands - Garðatorg 1 -  210 Garðabær

Vefur Hönnunarsafns Íslands