Leitað að sýningarstjóra – Tendenser 2020

Sander Wassink & Olivier van Herpt (NL), Tendenser 2016. Ljósmynd: Vegard Kleven
Sander Wassink & Olivier van Herpt (NL), Tendenser 2016. Ljósmynd: Vegard Kleven

Leitað að sýningarstjóra – Tendenser 2020

Sýning á norrænu samtíma listhandverki í Gallerí F 15, Moss, Noregi

Umsóknarfrestur er til 30. ágúst 2018

Sýningin Tendenser (“Tilhneiging”) var fyrst haldin árið 1971 og var haldin árlega alveg til 2016 en annað hvert ár eftir það. Sýningin hefur þróast frá upprunalegri áherslu á norskt listhandverk í það taka inn verk frá öllum Norðurlöndunum og fylgjast náið með þróun í greininni í norrænu samhengi.

Fyrrum sýningarstjórar sýningarinnar eru m.a. Glenn Adamson, Heidi Bjørgan (NO), Knut Astrup Bull (NO), Putte Helene Dahl (NO), Love Jönsson (SE), Stephen Knott (UK), Louise Mazanti (DK) Gjertrud Steinsvåg (NO) og Lars Sture (NO).

Norrænu samtökin NNCA (sem HANDVERK OG HÖNNUN er aðili að) eru samstarfsaðili Punkt Ø fyrir Tendenser 2020.

Á síðu Punkt Ø er hægt að nálgast ítarlegar upplýsingar um sýninguna og starfið (á ensku).