Jólamarkaður Norræna hússins

Gefðu umhverfisvæna  jólagjöf sem eykur ímyndunarafl þess sem þiggur!

Hönnuðir, listamenn og umhverfisvænar netverslanir koma saman í Norræna húsinu og bjóða upp á umhverfisvænar vörur fyrir jólin og í jólapakkann. Opið sunnudaginn 2. desember kl. 12-17.

Vertu velkomin í huggulega og sjálfbæra stemningu í Norræna húsinu. Jólaglögg, tónlist, fróðleikur og innblástur.

Á staðnum verða m.a.
Modibodi, Sisters Redesign, Litli sæhesturinn, Klaran.is, Styngvi design, Arnbjörg Eiðsdóttir, Svk ehf, Helga Mogensen, KOLBRUN, Mena.is, Wolf.town, Una Stígsdóttir, Mena.is, Græn viska, Handowen, Lóur, Bændur í bænum, Í boði náttúrunnar, Fjölnota, ROOTS, Vistvera og fleiri.

Barnabókasafn Norræna hússins býður upp á jólaföndur fyrir börn og glæsilegt leiksvæði og við fáum Skjóðu, leiðindaskjóðu í heimsókn. En hún er tengiliður á milli Hulduheima og mannheima.

Sjá nánar á vef Norræna hússins