Jóla- og handverksmarkaður Sjóminjasafnsins

Hinn árlegi jólamarkaður Sjóminjasafnsins í Reykjavík verður haldinn helgina 19.-20. nóvember frá kl. 10:00-17:00.

Á markaðnum verður úrval af handverki, listiðnaði og hönnun þar með talið fatnaður, jólaskraut, hálsmen, silkiþrykk, teikningar, málverk, tréfígúrur, munir úr roði, keramik, vefnaður, handlitað garn, trébretti, plattar, löberar og tækifæriskort.

Sérstök valnefnd valdi 19 þátttakendur sem sjálfir munu kynna vörur sínar. 

Kaffihús safnsins Víkin verður að sjálfsögðu opið með heitt á könnunni og heimabakaðar kökur.

Allir velkomnir!