Handverksnámskeið fyrir börn

Handverksnámskeið fyrir börn 8-15 ára í ágúst

Heimilisiðnaðarfélagið í samstarfi við Árbæjarsafn stendur fyrir handverksnámskeiðum fyrir börn í ágúst.

Það jafnast fátt á við að að skapa fallega hluti með eigin höndum í góðum félagsskap og notalegu umhverfi. Á námskeiðinu læra börnin margt skemmtilegt svo sem að tálga, vefa, mála, gera sultu, jurtalita og margt margt fleira. Verkefnin eru við allra hæfi, fjölbreytt og skemmtileg. Kennararnir eru handverks- og listafólk sem vant er að vinna með börnum. Við efnisval er lögð áhersla á náttúruleg efni og endurvinnslu sem setur svip á hin sönnu listaverk. Námskeiðið er haldið í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e og á Árbæjarsafni.

Tímabil námskeiða:

Námskeið 1:
8. - 11. ágúst kl. 9-16 (8-12 ára – f. 2005-2009)
Námskeið 2:
8. – 11. ágúst kl. 9-16 (13-15 ára – f. 2004 – 2002)
Námskeiðsgjald námskeið 1 og 2: 24.000 kr
Námskeið 3:
14. – 18. ágúst kl. 9-16 (8 – 12 ára – f. 2005 – 2009)
Námskeið 4:
14. – 18. ágúst kl. 9-16 (13-15 ára – f. 2004 - 2002)
Námskeiðsgjald námskeið 3 og 4: 30.000 kr

ATHUGIÐ - veittur er 10% systkinaafsláttur og 20% afsláttur til þeirra sem taka þátt báðar vikurnar. Verð fyrir 9 daga námskeið = 43.300 kr. (í stað 54.000 kr)

Skráning í síma 551 5500 eða á netfangið: skoli@heimilisidnadur.is

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram:
Nafn og kennitala barns
Nafn og kennitala greiðanda
Númer námskeiðs

Vefur Heimilisiðnaðarskólans