Handlitun á garni

Handlitun á garni - námskeið í Heimilisiðnaðarskólanum

Í haust eru tvö helgarnámskeið þar sem kennd er handlitun á garni, annars vegar helgina 12.-13. október og hins vegar 9.-10. nóvember.

Á námskeiðinu læra nemendur bæði heita og kalda litun á ullarbandi, silki, hör og bómull. Litað er með kemiskum litum. Nemandi kemur með eigið garn sem búið er að vefja upp í hespur og litar það á námskeiðinu. Tilvalið fyrir þá sem eiga eitthvað af garni en ekki í réttum litum.

Skráning á netfangið skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500.

Sjá nánar hér.