Hamingjustund á vinnustofu Ragnheiðar Ingunnar

Hamingjustund á vinnustofu Ragnheiðar Ingunnar Ágústsdóttur

Fimmtudaginn 28. maí frá kl. 17.00 á Seljavegi 32 101 Reykjavík

Listir og menning þjóna ótal hlutverkum í samfélaginu. Á þeim tímum sem við upplifum núna er mikilvægt að muna eftir einyrkjum sem oftast sitja eftir þegar björgunarbáturinn leggur úr höfn. Stundum er listin sett fram til þess að láta okkur líða vel og miðla fegurð. Það gerir einmitt Ragnheiður með sinni yndisfögru sköpun í leirverkum sínum.

Vertu hjartanlega velkomin í hamingjustund umvafin litríkri list Ragnheiðar. Öll hennar verk verða á 20% afslætti.

Hér er hægt að finna nánari upplýsingar um Hamingjustundina