Eyland - 95 ára afmælissýning

Eyland - 95 ára afmælissýning Félags íslenskra gullsmiða

Þann 19. okt. varð Félag íslenskra gullsmiða 95 ára. Að þessu tilefni er efnt til sýningarinnar "Eyland" í Hörpu.

Þann 19. okt. voru 95 ár frá stofnun Félags íslenskra gullsmiða. Að því tilefni hefur verið opnuð sýning í Austursal 5 í Hörpu. Yfir 30 gullsmiðir sameinast í sýningu sem spannar hið breiða litróf innan greinarinnar.

Sýningin verður svo opin sem hér segir:

Föstudaginn 25. okt. kl. 11-18
Laugardaginn 26. okt. kl. 11-18
Sunnudaginn 27. okt. kl. 11-18

Gaman er að segja frá því að 30 gullsmiðir sýna og fjórir nemar og má geta þess að elsti núlifandi gullsmiðurinn sem tekur þátt er 99 ára. 

Verið velkomin á sýninguna "Eyland" á 5. hæð í Hörpu - það eru alltaf fagmenn á staðnum tilbúnir að fræða fólk ef einhverjar spurningar vakna.