Ert þú frumkvöðull á landsbyggðinni?

Byggðastofnun, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, hefur hleypt af stokkunum nýjum lánaflokki.  Nýsköpunarlán munu skapa grundvöll til aukinnar nýsköpunar og þar með aukinna atvinnutækifæra í landsbyggðunum. Aðgengi að fjármagni til nýsköpunar utan höfuðborgarsvæðisins hefur verið takmarkað og frumkvöðlar talið lítinn stuðning þar að finna. Nýsköpunarlánum er ætlað að bæta úr þessu með bættu aðgengi að lánsfjármagni.

Nýsköpunarlán verða veitt til allt að fimm ára með sveigjanlegu endurgreiðsluflæði.  Hámarkslánveiting í hvert verkefni verður 5 m.kr. enda sé eiginfjárframlag að lágmarki jafnhátt.  Tryggingar verði í formi veðsetningu hugmyndar/vörumerkis/vöru/þjónustu en lánunum fylgir jafnframt breytiréttur í hlutafé.  Nýsköpunarmiðstöð Íslands mun greina lánsbeiðnir með tilliti til vægis nýsköpunar og skila umsögn til Byggðastofnunar til frekari úrvinnslu, ákvörðunar og afgreiðslu.

Leiðbeiningar og umsóknarform má nálgast hér.