Dýragarðurinn - sýning Ingu Elínar

Sýningin Dýragarðurinn í galleríi Ingu Elínar sem opnuð var á HönnunarMars mun standa áfram næstu tvær vikurnar.

Við höfum öll okkar einstöku tengingu við dýr og má segja að sú tenging endurspegli að miklu leiti okkar innra eðli. Á sýningunni Dýragarðurinn skapar Inga Elín skúlptúra úr dýrum sem hún hefur tengst á sinni lífsleið. 

Inga Elín Kristinsdóttir hefur farið um víðan völl frá því að hún byrjaði feril sinn í Myndlistarskóla Reykjavíkur árið 1970, aðeins 13 ára gömul. Hún lærði í Danmörku og útskrifaðist frá Danmark Designskole þar sem hún lærði bæði keramík- og glerlist og fékk verðlaun frá Margréti Danadrottningu fyrir framúrskarandi árangur við skólann. Hún hefur haldið fjölda sýninga á sínum langa ferli sem nær nú yfir hálfa öld. Nýlega opnaði hún gallerí með syni sínum á Skólavörðustíg 5, en þar rak hún gallerí fyrir 25 árum síðan.

Á sýningunni Dýragarðinum skapar Inga Elín skúlptúra úr dýrum sem hún hefur tengst á sinni lífsleið, en sýningin var partur af opnunarhátíð gallerísins.

Verið hjartanlega velkomin í galleríið á Skólavörðustíg 5.

Inga Elín Gallerí á Facebook