Denver dýfa

ATTENTION PLEASE!

Denver Dýfa - Leiðsögn, hugleiðsla og smakk - fimmtudaginn 29. ágúst kl 18-20

Hönnunarsafnið heldur áfram með ævintýraleg boð í tengslum við sýninguna Borgarlandslag eftir Paolo Gianfrancesco í Hönnunarsafni Íslands, þar sem við höfum smakkað á völdum borgum heimsins. Í vor brugðum við okkur til Rómar í gegnum bragðlaukana og til Belgrad með serbneskri tónlistarveislu. Nú dýfum við okkur til Denver, Colorado, fimmtudaginn 29. ágúst kl 18 – 20.

Tristan Elizabeth Gribbin býður gestum í dýfu til Denver ásamt hugleiðsluferðalagi sérsniðnu fyrir nútíma lífstíl. Þáttakendur munu öðlast verkfæri til hugleiðslu sem hægt er að grípa til við ýmsar aðstæður. Einnig munu þeir fá að prófa hugleiðslu í sýndarveruleika frumkvöðlafyrirtækisins Flow og fá leiðsögn um sýninguna Borgarlandslag með Paolo Gianfrancesco. Allt þetta með ofurfæðisívafi - hvað annað!

Gestur: Tristan Elizabeth Gribbin, hugleiðslukennari, frumkvöðull og fyrrverandi leikkona var búsett í Denver um árabil og sækir þangað andlegan innblástur frumkvöðlafyrirtækis síns Flow Meditation for Modern Life. Fyrirtækið hefur þróað hugleiðsluaðferðir sem nýtir nútímatækni svo sem snjallforrit og sýndarveruleika. Tristan settist að á Íslandi árið 1995. 
Veitingar: Áslaug Snorradóttir, ljósmyndari og listakokkur 
Veislustjóri: Hlín Helga Guðlaugsdóttir, einn sýningarstjóra sýningarinnar.
Leiðsögn um sýninguna: Paolo Gianfrancesco, arkitekt og höfundur Borgarlandslags.

Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Takmarkaður fjöldi gesta. Ath. að Tristan og Paolo tala ensku.

Miða fyrir boðið er hægt að nálgast á midi.is

https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/11058/Denver_Dyfa