Óreglulegur opnunartími

Opnunartími skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR mun verða óreglulegur á næstunni vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast í samfélaginu vegna COVID-19.

Það er þó alltaf hægt að ná sambandi:

 

Vakin er athygli á því að söfnin á höfuðborgarsvæðinu, listasöfn, bókasöfn og sögusöfn halda óbreyttum opnunartíma þrátt fyrir samkomubann en boðuðum viðburðum hefur verið aflýst eða frestað, svo sem leiðsögnum, listsmiðjum og málþingum, á meðan samkomubannið er í gildi. Á söfnum eru gestir hvattir til að hafa hæfilega fjarlægð sín á milli. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif umfram venjubundna ræstingu.

Næstu vikur eða mánuðir munu vera strembnir meðan við náum tökum á þessum faraldri. Sýnum samstöðu og leggjum öll okkar af mörkum.