MENNTAKVIKA - málstofur um textíl á netinu

Föstudaginn 2. október verða fluttir spennandi fyrirlestrar á vegum Rannsóknarstofu í textíl.

Öllum fyrirlestrum er streymt beint á netinu og því auðvelt fyrir áhugasama að fylgjast með hvar sem þeir eru staddir. Dagskráin er tvískipt fyrri hluti frá kl. 9.00-10.30 og seinni hluti kl. 10.45-12.15.

Fyrri hluti kl. 9-10.30 (hlekkur á dagskrá hér)
Starfræn varðveisla frumgagna í vefnaði
Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Textílmiðstöð Íslands
Flokk till you drop - samstarfsverkefni
Verkefnið er samstarf Textílmiðstöðvar Íslands, Rauða krossins, Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands. Verkefnið sem er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna er unnið af þremur nemendum, úr fatahönnun og vöruhönnun í Listaháskóla Íslands og menningarfræði í Háskóla Ísland.
FISHSkin - Nýsköpun í fiskleðri úr roði
Katrín María Káradóttir, dósent, fagstjóri í fatahönnun við Listaháskóla Íslands
Hallormsstaðaskóli – þekking sem skiptir máli
Bryndís Fiona, skólastjóri Hallormsstaðaskóla

Seinni hluti kl. 10.45-12.15 (hlekkur á dagskrá hér)
Heimsmarkmiðin í textíl – óður til sjálfbærni
Ásdís Jóelsdóttir, lektor í textíl við MVS HÍ og oddviti kennarakjörsviðsins: Textíll og hönnun
Neysla og endurnýting – þróunar- og samvinnuverkefni tveggja skólastiga
Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir, textílkennari við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og Ásdís Jóelsdóttir, lektor í textíl við MVS HÍ
ST´ART
Soffía Margrét Magnúsdóttir – framhaldsskólakennari og deildarstjóri við fata- og textílbraut Fjölbrautaskólans í Breiðbolti
Íðorðanefnd í hannyrðum – íðorðasafn í prjóni
Herborg Sigtryggsdóttir sérfræðingur í vefnaði og öðrum textílgreinum, Ásdís Jóelsdóttir lektor í textíl við Háskóla Íslands og Guðrún Hannele Henttinen textílkennari og eigandi verslunarinnar Storksins.

MENNTAKVIKA á Facebook