MENNINGARNÓTT 2019

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og verður haldin þann 24. ágúst 2019. Menningarnótt er hátíð sem allir borgarbúar skapa og upplifa saman, úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og söfnum, fyrirtækjum og ekki síst í húsunum í bænum.

Markmið Menningarnætur er að hvetja borgarbúa til þátttöku með því að beina kastljósinu að því fjölbreytta og ríkulega framboði af menningarviðburðum og kraftmikilli menningarstarfsemi sem borgin hefur upp á að bjóða.

Dagskráin er gestum að kostnaðarlausu og þar með séð til þess að allir gestir geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru.

Smelltu hér til að kynna þér fjölbreytta dagskrá Menningarnætur 2019