Jólaopnun í Íshúsi Hafnarfjarðar

Íshúsið býður í heimsókn á aðventunni og verður opið föstudagskvöldið 29. nóvember, þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu í Jólaþorpinu, og aftur laugardaginn 14. desember.

Allt gamla frystihúsið verður opið og að vanda má rölta um og týnast, njóta að skoða & spjalla, hvílast í stofunni með kaffibolla og smákökur & versla gjafir fyrir sig og aðra af fólkinu í Íshúsinu.

Ljúf jólastemning og notalegheit í anda Íshússins.

Opið milli 17 & 21 - föstudagskvöldið 29. nóvember
Opið milli 13 & 17 - laugardaginn 14. desember

Verið velkomin í Íshúsið, Strandgötu 90, Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar má finna hér