Alþjóðleg fatahönnun í Hafnarhúsinu

Verið velkomin á farandssýninguna “International Young Fashion Designers – Showcase Tour” sem haldin verður í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu, föstudaginn 29. júní kl. 18:00. 


“International Young Fashion Designers Showcase Tour” er alþjóðleg sýningarröð með fatahönnuðum frá Íslandi, Kína, Panama og Tansaníu en markmiðið er beina sjónum að ungum og upprennandi fatahönnuðum. 

Sýnendur eru:
Hildur Yeoman
Veronice Angel
Jarel Zhang
Sing, Chin Lo
Janne
Kanoe
Kenny Li
Kemi Kalikawe
Mary Yu
Mountain Yam
Tony Vergara
QIQI

Nánar um viðburðinn á Facebook  og hér.
Kynnir kvöldsins er Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Boðið verður upp á léttar veigar, en allir eru velkomnir á meðan húsrými leyfir.