Álfakragar

Steinunn Bergsteinsdóttir opnar sýningu í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu, laugardaginn 1. sept. kl. 14


Kragarnir eru unnir upp úr gömlum lopapeysum. 
"Að taka ónýta flík og breyta henni í ævintýri fyllir mig mikilli gleði. Ég prjóna, bródera, lita og sauma skraut og perlur í þar til ég verð ánægð. Getur tekið marga marga daga.Gleðin fylgir þeim yfir til ykkar sem berið kragana um hálsinn og ylurinn smýgur inn í herðarnar sem mýkjast og stressið gufar upp."

Sýningin stendur til 10 september. Verið velkomin.

Sjá nánar hér