Áfram með smjörið

Verið velkomin á sýninguna "Áfram með smjörið!" í Leirbakaríinum, Akranesi.

Kolla og Maja Stína í Leirbakaríinu hafa opnað sýningu í Leirbakaríinum, Akranesi.

Á sýningunni eru smjörkrúsir/kúpur í öllum stærðum og gerðum, sem eru þeim eiginleikum gæddar að halda smjörinu fersku og í réttum stífleika frammi á borði. Hver kannast ekki við að rífa nýbakað brauðið með hörðu smjöri sem kemur beint úr ísskápnum - það vandamál heyrir sögunni tíl með þessum krúsum.

Til að mæta samkomubanninu hafa númeraðar myndir af smjörkrúsunum verið settar  á netið og þar er hægt að panta og fá sent í pósti.

Sýningin stendur til 5. apríl.

Sjá nánar um sýninguna á Facebook