Aðventuopnun á Korpúlfsstöðum

Aðventuopnun á Korpúlfsstöðum laugardaginn 30. nóv. kl. 13 - 17

Aðventuopnun á Korpúlfsstöðum er viðburður sem lýsir upp skammdegið og notaleg stemning ríkir í gamla stórbýlinu þegar listamenn taka á móti gestum.
Jólaleikurinn “Gyllta askjan” verður ræstur í Galleríi Korpúlfsstaða. Viðskiptavinir gallerísins geta átt von á óvæntum glaðningi í desember.
Harmónikkutónlist ómar um allt hús. Davíð spilar á nikkuna.
Kl. 14 syngja Heiða Árnadóttir og Gísli Magna Sigríðarson saman dúetta í Miðrými.
Jólahappdrætti Leirlistafélagsins verður á sínum stað í vinnustofunni í Austurporti. Frábærir vinningar.
Samsýning KorpArt og veitingar á Kaffistofu.