2003-2006

HANDVERK OG HÖNNUN á árunum 2003-2006

Verkefnið HANDVERK OG HÖNNUN var rekið með fjárhagslegum stuðningi frá forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og Framleiðnisjóði landbúnaðarins til fjögurra ára þ.e. frá ársbyrjun 2003 til ársloka 2006.

Í stjórn verkefnisins á þessu tímabili sátu:
Birna Kristjánsdóttir formaður, varamaður hennar Elísabet Ingvarsdóttir, skipaðar af forsætisráðherra,
Þórey S. Jónsdóttir, varamaður hennar Margrét Gunnarsdóttir, tilnefndar af félagsmálaráðherra,
Kristín Karlsdóttir, varamaður hennar Sveinn Þorgrímsson, tilnefnd af iðnaðar- og viðskiptaráðherra
Árni Snæbjörnsson, varamaður hans Þórhalla Snæþórsdóttir tilnefnd af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins

 

Yfirlit yfir helstu verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2003 til 2006

Árið 2006
HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsinu, sölusýning og markaður þar sem 60 aðilar kynntu vörur sínar og framleiðslu. Þar var að finna fjölbreytta íslenska hönnun, handverk og listiðnað. Það sem var til sýnis og sölu voru t.d. munir úr leðri og roði, skartgripir, glermunir, nytjahlutir úr leir, húsgögn, fjölbreyttar textílvörur, hlutir úr hornum og beinum og fjölbreyttir trémunir. Sjá nánar hér.

Hálsskart, sýning á verkum norsku listakonunnar Ingridar Larssen var haldin í sýningarsal verkefnisins Aðalstræti 12. Sýningin stóð frá 16. sept. til 1. okt. 2006.

Sumarsýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR var haldin í sýningarsal verkefnisins í Aðalstræti 12 1. júlí til 27. ágúst 2006. 

Í júní 2006 kom út bókin Handverk og hönnun á Íslandi. Í bókinni eru kynntir 114 einstaklingar sem stunda handverk, hönnun og listiðnað. Hér má nálgast bókina á pdf formi.

Fréttabréf HANDVERKS OG HÖNNUNAR gefið út í febrúar og júlí 2006.

Árið 2005

Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt..." var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 26/11 - 20/12 2005. Sýnendur voru 39.

„Auður Austurlands", sýning á munum unnum úr hráefni sem tengist Austurlandi þ. e. hreindýraskinni, hreindýrshorni og beini, lerki og líparíti. HANDVERK OG HÖNNUN, Menningarráð Austurlands með stuðningi Þróununarfélags Austurlands og Markaðsstofu Austurlands stóðu fyrir sýningunni. Í tengslum við sýninguna var haldinn opinn samráðsfundur á Hótel Héraði, Egilstöðum um stöðu handverks -og listiðnaðar á Austurlandi.

Sögur af landi, sumarsýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR, haldin í Aðalstræti 12, Reykjavík, dagana 2/7 - 4/9 2005. 

Þann 25. júní var Handverksdagurinn 2005 haldinn á landsvísu. Hér má sjá dagskrá dagsins. Í kjölfar dagsins var gerð skoðanakönnun meðal þátttakenda og hér er hægt að sjá niðurstöður hennar.

TEKO-VIRKNI, finnskur starfshópur sýndi ljósmyndir og nytjalist í sýningarsalnum Aðalstræti 12 frá 25. maí til 5. júní.

Fréttabréf HANDVERKS OG HÖNNUNAR gefið út í mars og október árið 2005.

Listasmíði og leir, sýning á handgerðu borði og stólum og borðbúnaði úr leir haldin í Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 5/3 - 20/3 2005. Þar sýndu Pétur B. Lúthersson og Kristín Sigfríður Garðarsdóttir hönnun sína.

Þann 26. febrúar stóð HANDVERK OG HÖNNUN fyrir málþingi í Norræna Húsinu. Yfirskrift málþingsins var: Íslensk hönnun og listhandverk – sýningar erlendis. Hér má sjá dagskrá málþingsins. Fjölmörg erindi voru flutt og hér má lesa stutta samantekt frá málþinginu.

Skoðanakönnun var gerð í janúar 2005.

Árið 2004
Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt… " var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 27/11 - 20/12 2004. Sýnendur voru 32.

Nytjahlutir úr textíl, sýning á nytjahlutum úr textíl haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti12, Reykjavík dagana 30/10 - 14/11 2004. Sýnendur voru 16.

Sumarsýning 2004, var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 3/7 - 5/9 2004. Sýnendur voru 21.

Bókverk – bókalist, sýning á handgerðum bókum sem haldin var í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 20/5 - 13/6 2004. Sýningin var einnig sett upp í Listasafni Árnesinga, Hveragerði 11/7 - 5/9 2004. Sýnendur voru 34.

Afmælissýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 27/3 - 25/4 2004. Sýningin var einnig sett upp í Listasafni Árnesinga, Hveragerði, í Norska húsinu, Stykkishólmi, í Edinborgarhúsinu, Ísafirði, á Ljósanótt í Reykjanesbæ, í Ketilhúsinu, Akureyri, á Skriðuklaustri og á Höfn í Hornafirði.

Fréttabréf HANDVERKS OG HÖNNUNAR gefið út í júní og október 2004.

Heildsölusýning 2004 var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík. Þátttakendur voru 39.

Árið 2003
Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt..." var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 29/11 - 21/12 2003

Töskur, sýningin var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 25/10 - 16/11 2003.

Box - ílát - öskjur, sýningin var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 20/9 - 12/10 2003.

Sumarsýning 2003, var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 15/6 - 31/8 2003. Sýningin var einnig sett upp á Ljósanótt í Reykjanesbæ 4/9 - 14/9 2003

Heildsölusýning 2003 var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík. Þátttakendur voru 30. 

Almennt fréttabréf gefið út á ensku í júní 2003

Fréttabréf HANDVERKS OG HÖNNUNAR gefið út í febrúar, júlí og nóvember árið 2003.