Verið velkomin í Ráðhúsi Reykjavíkur

Í dag kl. 16 opnaði stór sýning á á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur og mun hún standa næstu fjóra daga. 

HANDVERK OG HÖNNUN heldur stóra sýningu á handverki, hönnun og listiðnaði í Ráðhúsi Reykjavíkur dagana 22. til 26. nóvember n.k.  Fjölbreytnin ræður ríkjum á sýningunni og greinilegt að gróskan er mikil í íslensku handverki, hönnun og listiðnaði. Meðal þess sem hægt er að skoða eru skartgripir, barnaföt, fjölbreyttir leir- og trémunir, leðurvörur, skór, fatnaður og fleira.

Þessi sýning hefur verið gríðarlega vinsæl frá upphafi en hún var fyrst haldin árið 2006 og dregur alltaf að sér þúsundir gesta. Það eru listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir sem eru á staðnum og  kynna vörur sínar á sýningunni en 56 aðilar víðsvegar að af landinu voru valdir til þátttöku að þessu sinni. Sjón er sögu ríkari.  

 

 

Opnunartími: 

Fimmtudagur 22. nóv. kl. 16-19
Föstudagur 23. nóv. kl. 11-18
Laugardagur 24. nóv. kl. 11-18
Sunnudagur 25. nóv. kl. 11-18
Mánudagur 26. nóv. kl. 11-18 

Hér má svo sjá nánari upplýsingar um alla sem taka þátt 

Í kvöld, í lok fyrsta opnunardags, þann 22. nóv.  verða Skúlaverðlaunin 2018 afhent, en þau eru veitt árlega fyrir bestu nýju vöruna á sýningunni. Skúlaverðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og er það Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri SI sem afhendir verðlaunin. 

Viðburðurinn á Facebook