Gamlar peysur fá nýtt líf

Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður, ljósm. Ýrúrarí
Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður, ljósm. Ýrúrarí

Sleik peysan eftirsótta, ljósm. ÝrúraríÝr Jóhannsdóttir textílhönnuður er með inn­setn­ingu í glugga Textile Arts Center á Man­hatt­an, New York sem stendur allan febrúarmánuð og verður hún með vinnustofu í tengslum við hana þann 25. feb.nk.

Hinar svo kölluð Sleik-peysur sem Ýr Jóhannsdóttir textílhönnuður sýndi fyrst á sýningunni Endalaust sem HANDVERK OG HÖNNUN stóð fyrir í DUUS Safnahúsum síðasta haust hafa heldur betur slegið í gegn. Ýr sem hannar undir merkinu Ýrúrarí gefur gömlum peysum nýtt líf með því að skreyta þær og gerir þær þannig að nýjum verkum. Peysan sem skreytt er með tungumunni hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum Instagram og hefur Ýr gert nokkar útfærslur af henni og til stendur að gefa út lít­inn upp­skrift­ar­bæk­ling með upp­skrift­inni að tungum­unn­in­um.

Í viðtali við mbl.is þann 13. febrúar síðastliðinn segir Ýr að meðal þeirra sem hafa keypt peys­urn­ar henn­ar er stílisti söngkonunnar Miley Cyr­us og tónlistarkonan Erykah Badu. 

Hér er hægt að lesa viðtalið við Ýr Jóhannsdóttur á mbl.is

Og til að fylgjast með því sem er að gerast hjá Ýrúrarí:

Vefsíða Ýrúrarí

Ýrúrarí á Instagram

Ýrúrarí á facebook