ShiftED

Sýningin ShiftED var opnuð í Aðalstræti 10 á HönnunarMars  2018.

Á sýningunni voru ný samvinnuverk 11 skoskra og íslenskra hönnuða sem hittust fyrst á HönnunarMars 2017. Þeir skipust á hugmyndum og unnu saman að verkunum á sýningunni.

Tilgangur verkefnisins SHIFT er að gefa ólíkum hönnuðunum kost á faglegu samtali og útbúa farveg þar sem þeir geta veitt hver öðrum innblástur. Fyrsta sýningarverkefni hópsins var á HönnunarMars í fyrra en í júní 2017 sýndi hópurinn svo á XPONorth  í Skotlandi og mun sýna í Inverness Museum and Art Gallery frá maí til júlí 2018.

Samstarfsverkefnið er í senn vettvangur fyrir ferskar hugmyndir og nýja nálgun í skapandi framleiðslu. Því er einnig ætlað að efla og búa til tengingar við nýja markhópa og stuðla að nánari tengslum milli landanna.

Í tengslum við sýninguna var gerð stuttmynd um samstarfið og sýnendurna.

Smelltu hér til að horfa

 

Skoskir hönnuðir

Diggory Brown / Netty Sopata, fatahönnun

Julia Smith keramik

Yellow Broom Clare Waddell og Dave Robson, ljóshönnun

Lucy Woodley skúlptúr

Jen Deschenes  textíll

Íslenskir hönnuðir

Agustav / Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson, húsgagnahönnun

Arndís Jóhannsdóttir/ Dísa, söðulsmiður og hönnuður

Guðný Hafsteinsdóttir keramik

Ýr Jóhannsdóttir textíll

Sýningarstjórar: Carol Sinclair og Pamela Conacher

Shift er verkefni sem unnið er í samstarfi skosku samtakanna Emergents og HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Íslandi.

Dags: 15.03 - 18.03 2018
Staðsetning: Aðalstræti 10