SPOR EFTIR SPOR

SPOR EFTIR SPOR

06.10 - 31.10 2022

Listahópurinn ARKIRNAR setti upp textílbókverkasýninguna SPOR EFTIR SPOR í sýningarrými HANDVERKS OG HÖNNUNAR á Eiðistorgi í október 2022.

Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES.

 
Listahópurinn ARKIR hefur starfað allt frá árinu 1998. Í kjölfar námskeiðs í bókagerð fyrir starfandi myndlistarmenn og kennara komu saman nokkrar listakonur sem höfðu sérstakan áhuga á bókinni sem listformi. ARKIR hittast reglulega til að bera saman bækur sínar, en meðlimir hópsins sinna öllu jafna margvíslegri listsköpun á sviði málara- og grafíklistar, textíllistar, ritlistar, myndlýsinga og hönnunar. Frá árinu 2005 hafa ARKIR hafa haldið fjölda sýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis.