1999-2002

HANDVERK OG HÖNNUN á árunum 1999 til 2002

Verkefnið HANDVERK OG HÖNNUN var rekið með fjárhagslegum stuðningi frá forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og Framleiðnisjóði landbúnaðarins til fjögurra ára þ.e. frá ársbyrjun 1999 til ársloka 2002.

Í stjórn verkefnisins á þessu tímabili sátu:

Guðrún Hannele Henttinen formaður, varamaður hennar Birna Kristjánsdóttir, skipaðar af forsætisráðherra,
Þórey S. Jónsdóttir, varamaður hennar Margrét Gunnarsdóttir, tilnefndar af félagsmálaráðherra,
Þórhalla Snæþórsdóttir, varamaður hennar Árni Snæbjörnsson tilnefnd af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins

Yfirlit yfir nokkur verkefni HANDVERKS OG HÖNNUNAR 2000 - 2002

Árið 2002

Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt…" , var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 2/12 - 22/12 2002. Sýnendur voru 25.
SPOR, sýningin var sett upp í Hafnarborg, Menningar -og listastofnun Hafnarfjarðar dagana 9/11 - 25/11 2002 og einnig Rundetårnet í Kaupmannahöfn 21/3 - 25/4 2003. Sýndendur voru 42.
Farandsýning 2002 - 2003, sett saman úr sýningum ársins 2001.
Sýningin var sett upp á sjö stöðum á landinu. Þeir voru: Edinborgarhúsið Ísafirði, Pakkhúsið Ólafsvík, Skriðuklaustur á Héraði, Framsóknarsalurinn Reykjanesbæ, Ljósheimar Sauðárkróki, Ketilhúsinu Akureyri og Pakkhúsið Höfn. Sýnendur voru 23.
Snert hörpu mína… sýning á handgerðum hljóðfærum sem var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 8/5 -2 0/5 2002. Sýnendur voru 10.
Verkefnið HANDVERK OG HÖNNUN hlaut Menningarverðlaun DV í listhönnun fyrir sýningarhald og kynningarstarf á listhandverki og listiðnaði. Sjá nánar.
Fréttabréf HANDVERKS OG HÖNNUNAR gefin út í mars og september árið 2002.
Heildsölusýning 2002 var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík. Þátttakendur voru 41.
Skoðanakönnun gerð í janúar 2002. Niðurstöður hennar er hægt að sjá hér.

Árið 2001

Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt…", var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 29/11 - 19/12 2001. Sýnendur voru 26.
Ljóslifandi,sýningin var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 13/10 - 4/11 2001. Sýnendur voru 18.
ISLANDICA, samstarf HH og hestavörusýningarinnar ISLANDICA. Sýningin var haldin í Laugardalshöll, Reykjavík dagana
7/9 - 9/9 2001. Sýnendur voru 37.
Djásn og dýrðleg sjöl, sýningin var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 16/6 - 8/7 2001 sýnendur voru 31.
Borðleggjandi, sýningin var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 28/4 - 20/5 2001. Sýnendur voru 6.
Tréleikur, sýningin var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 24/3 - 12/4 2001. Sýnendur voru 15.
Heildsölusýning 2001 var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík. Þátttakendur voru 35.
Fréttabréf HANDVERKS OG HÖNNUNAR gefið út í febrúar, apríl, júlí og nóvember árið 2001

Árið 2000

Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt…" haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 2/12 - 19/12 2000. Sýnendur voru 28.
Opnunarsýning HANDVERKS OG HÖNNUNAR í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík dagana 2/11 - 19/11 2000. Sýnendur voru 19.
Nytjalist úr náttúrunni, haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur haldin dagana 26/8 - 24/9 2000 í tengslum við Reykjavík menningarborg árið 2000. Sýnendur voru 22.
Heildsölusýning var haldin í sýningarsal HH, Aðalstræti 12, Reykjavík. Þátttakendur voru 35.
Fréttabréf HANDVERKS OG HÖNNUNAR gefið út í febrúar og júlí árið 2000.