Handverk – reynsluverkefni 1994-1996 og Handverk & Hönnun 1996 -1999
Framkvæmdastjóri og umsjónarmaður verkefnisins á þessum tíma var Guðrún Hannele Henttinen.
Í stjórn verkefnisins á þessum tíma voru;
Helga Thoroddsen formaður, Eyjólfur Pálsson, Jóhanna Pálmadóttir og Guðrún Hadda Bjarnadóttir í fjarveru Helgu Thoroddsen.
Tengiliðir Handverks og hönnunar á tímabilinu 1994-1996
Hildur Hákonardóttir, tengiliður Suðurlands
Anna Margrét Valgeirsdóttir, tengiliður Vestfjarða
Þóra Þórarinsdóttir og Lára Vilbergsdóttir, tengiliðir Austurlands
Bryndís Símonardóttir, Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðrún Hadda Bjarnadóttir, tengiliðir Norðurlands.
Ólöf Erla Bjarnadóttir og Elísabet Haraldsdóttir, tengiliðir Vesturlands
Eyjólfur Pálsson og Birna Kristjánsdóttir tengiliðir fyrir Reykjavík og Reykjaness.
Nokkur verkefni Handverks - reynsluverkefnis og Handverks & Hönnunar árin 1994-99
- Fréttabréf, 10 tbl., efnisöflun, útgáfa og dreifing.
- Samkeppni um hönnun á minjagripum og minni nytjahlutum úr íslensku hráefni, 1994.
- Sýning í Listasafni Kópavogs í kjölfar samkeppninnar, 1994.
- Sýningar um allt land á verðlaunuðum hlutum úr samkeppninni, á samtals 7 stöðum.
- Söfnun upplýsinga í gagnabanka
- Fundaröð um allt land, fræðsluerindi og kynning á verkefninu.
- Ráðgjöf og þjónusta á skrifstofu verkefnisins og hjá tengiliðum.
- Aðstoð við skipulagningu og undirbúning ýmissa handverkshátíða s.s. Víkingahátíðin í Hafnarfirði, Hrafnagilssýningin, Hornstofan o.fl.
- Handverkssýning og sala í tengslum við norræna ráðstefnu búvísindamanna í Háskólabíói í júní 1995.
- Sýningin Handverk á Íslandi í Ráðhúsi Reykjavíkur, nóv 1995, með 69 þátttakendum.
- Skoðanakannanir á meðal þátttakenda á ýmsum handverkssýningum.
- Vinnuhópur um framtíð Heimilisiðnaðarfélags Íslands.
- Sýningin Gull og íslenskar gersemar í Hafnarhúsinu í samvinnu við Félag íslenskra gullsmiða.
- Málþing um stöðu handverksins, verkmenntun og skólamál á Íslandi í dag, nóvember 1996.
- Handverk og hönnun; samstarfsverkefni handverksmanna og hönnuða, 3 verkefni.
- Handverksleiðabók ferðamannsins, bæklingur með flestum handverkssölustöðum hringinn í kringum landið, gefinn út 1997 og 1998.
- Ráðgjöf og þjónusta af ýmsu tagi.
- Samstarf við Happdrætti SÍBS 1997 og 1998 þar sem listhönnuðir og listhandverksmenn lögðu fram gripi sem notaðir voru sem aukavinningar hjá happdrættinu.
- Sýningarhald; Handverk 97 á Hrafnagili í samstarfi við Ferðaþjónustu Akureyrar.
- Sýningin Handverk og ferðaþjónusta á Íslandi í dag í Laugardalshöll í maí 1998. Samstarf við Ferðaþjónustu Akureyrar og ferðamálasamtök Íslands.
- Samkeppni um minjagripi 1998. Samstarf við Átak til atvinnusköpunar.
- Sýningar á verðlaunuðum og 36 öðrum tillögum í Reykjavík, Akureyri og Selfossi.
- Sýningin Handverk og ferðaþjónusta á Íslandi í dag í Laugardalshöll í apríl 1999. Samstarf við Ferðaþjónustu Akureyrar og Ferðamálasamtök Íslands.
- Rannsóknin; Handverk sem atvinnugrein og möguleikar hennar í náinni framtíð. Ágúst ’99.
- Jólasýningin „Allir fá þá eitthvað fallegt…“ haldin í húsnæði HH, Amtmannsstíg, Reykjavík dagana 27/11 - 18/12 1999. Sýnendur voru 16.
- Sýningarhald í galleríi H&H.
- Þeir sem sýndu: Elísabet Ásberg með skartgripi, Elísabet Thoroddsen með sérhannaðar handprjónaðar peysur, Georg Hollanders frá Gullasmiðjunni Stubbi með tréleikföng, Randalín með pappírsvörur, Ólöf Matthíasdóttir (Lóa) með skinnfatnað, Þórhallur Hólmgeirsson með tréskurð, Textílkjallarinn, Blanco Y Negro, Saumagallerí JBJ og Húfur sem hlægja með samsýningu á ýmsum textílvörum fyrir börn, SÍBS með nytjalist sem happdrættisvinninga, ýmsir handverksmenn með heildsölusýningu fyrir verslunareigendur, hópur kvenna með bútasaumsteppi, Ullarselið með sérhannaðar peysur úr handspunnu bandi, Signý Ormarsdóttir (DeSign-ý) með fatahönnun úr hreindýraleðri, H&H og Átak til atvinnusköpunar með úrval af tillögum úr minjagripasamkeppni, Sigrún Lára Shanko með silkislæður og Anita Hedin með textílmyndverk.