- 12 stk.
- 24.01.2018
Hönnunarteymið Volki sýndi nýja húsgagnalínu, VITI BY VOLKI. Línan samanstendur af inni-& útihúsgögnum unnin út frá formi og hlutverki vitans.
Volki er hugarfóstur Elísabetar Jónsdóttur og Olgu Hrafnsdóttur. Samstarf þeirra hófst árið 2007 í Hollandi þar sem þær stunduðu báðar nám. Elísabet lauk BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og á árunum 2001 og 2002 stundaði hún mastersnám í sama fagi við Sandberg Institute í Amsterdam. Á árunum 2003 til 2005 nam hún innanhúsarkitektúr við Konunglega listaháskólann í Den Haag. Olga stundaði nám í tréiðn við Iðnskólann í Reykjavík, bólstrun við HMC í Rotterdam og síðar nám í Communication Advertising Design Management við Háskólann í Rotterdam
Verk þeirra eru gjarnan blanda af list og praktískri hönnun, allt frá fatnaði til húsgagna og listaverka. Endurvinnsla og íslensk ull leikur jafnan stórt hlutverk þar sem grafísk mynstur og bjartir litir eru áberandi. Sýningin stóð frá 26. maí - 19. ágúst 2014