- 13 stk.
- 03.01.2018
Elín Guðmundsdóttir stundaði nám í leirlistadeild Myndlista og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1988. Hún lauk einnig kennsluréttindanámi frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og hefur að auki sótt ýmis myndlistanámskeið bæði á Íslandi og erlendis. Elín hefur unnið að myndlist sinni frá því að hún lauk námi og tekið þátt í mörgum sýningum en jafnframt starfað sem myndmenntakennari. Verkin sem sýnd voru á Skörinni eru öll handmótuð úr svörtum steinleir og unnin á síðustu þremur árum. Á sýningunni má m.a.finna draumafangara, dísætar dósir og þilkistukorn fyrir gemsa. Sýningin stóð frá 8. til 26. okt. 2010.