- 21 stk.
- 06.12.2017
Skilaboð nútímans eru margbreytileg og koma fyrir í sífellt flóknari útfærslum. Á þessari sýningingu leitast ég við að tengja persónuleg, handskrifuð sendibréf fjölskyldumeðlima frá því snemma á síðustu öld við nútímaútfærslu af klassískum formum leirlistarinnar. Jafnframt bregður fyrir á sýningunni óvæntum og ógnvænlegum skírskotunum til nútímans þar sem leirinn, þessi algengi efniviður í búsáhöldum, er sýndur í nánast gleymdu hlutverki sem byggingarefni hættulegra vígtóla, verkfærum byltinga og ófriðar.
Skilaboð sýningarinnar eru þau að nú þurfum við að huga að grunngildum samfélagsins, og því hvernig við umgöngumst hvert annað á mannlegum nótum þrátt fyrir þær ógnir sem steðja að í formi hversdagslegra efna. Ekki er allt sem sýnist.