- 3 stk.
- 06.12.2017
Sýningin "Skarað að eldi perlunnar" var opnuð þann 30. apríl 2009. Glerlistakonan Nadine Martin sýndi glerperlur og muni unna úr þeim svo sem bókamerki, höldur, tölur, skartgripi o.fl. Þetta er að öllum líkindum fyrsta einkasýning á glerperlum á Íslandi.
Glerperlurnar sem flestar eru innan við 25 mm í þvermál eru hlaðnar smáatriðum í litum og munstri. Margir halda að málað sé á glerkúlur en svo er aldeilis ekki. Sýn fólks á perlurnar breytist því þegar bent er á að allt munstrið og litirnir, öll perlan er fullunnin í gasloga áður en hún er sett í ofn til herslu. Hver perla er því verðugt verkefni fyrir augað.