- 11 stk.
- 05.01.2018
Ólöf Erla sýnir nýja kökudiska á fæti úr postulíni. Annars vegar eru diskarnir skreyttir með rósum og eru óður til þeirra kvenna sem hafa lagt metnað sinn í að skreyta hinar ýmsu rjómatertur og hnallþórur gegnum tíðina. Diskarnir eru fagurlega skreyttir og því óþarfi að skreyta terturnar sem á þá fara. Hins vegar eru köflóttir diskar sem vísa meira í hvunndagsbrauð 20. aldar s.s. kleinur, randalínur og flatbrauð. Sýningin stóð frá 23. júní til 14. júlí 2011.