- 12 stk.
- 17.01.2018
Á sýningunni eru leirskúlptúrar sem sýna fjölbreyttar manngerðir. Guðrún Halldórsdóttir fæddist á Ísafirði. Draumur hennar um myndlistarnám varð að veruleika 1987-1988 þegar fjölskyldan dvaldi í Colorado. Þar komst Guðrún í kynni við leirlistina á námskeiðum við háskólann í Boulder. Guðrún starfaði að list sinni í Bandaríkjunum frá 1990-2005. Verk hennar hafa verið valin á fjölda sýninga vítt um Ameríku, þar sem hún hefur sýnt ein og með öðrum listamönnum. Hér heima hefur Guðrún haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin stóð frá 15. júlí til 16. ágúst 2011.