- 12 stk.
- 05.12.2017
Þann 28. febrúar 2008 opnaði Dóra Árna sýningu á postulínsverkum á skörinni hjá HANDVERKI OG HÖNNUN. Sýningin kallast Ljósin í bænum. Þar eru til sýnis lampar úr postulíni.
„Í þessum verkum er ég að vinna með birtuna og fínleika postulínsins og munstur í verkunum sæki ég í gamla hönnun íslenska faldbúningsins.” segir Dóra. Dóra Árnadóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2002 og hefur síðan þá unnið að list sinni.