- 8 stk.
- 24.01.2018
Þóra Björk Schram sýndi handtuftuð og flosuð teppi Á skörinni í sumar. Teppin sem þar eru sýnd eru hönnuð af Þóru Björk Schram textílhönnuði. Þau eru handtuftuð og flosuð úr 100 % íslenskri ull. Þau eru því bæði sterk og mjúk og henta þar af leiðandi jafnt sem vegg- og gólfteppi. Þóra Björk vinnur verk sín út frá íslenskri náttúru, landslagi, jurtum og hverum. Þóra Björk vinnur teppin eftir pöntunun og getur unnið teppin í hvaða formum og stærðum sem er. Þóra Björk Schram hannar bæði textílverk og málar málverk. Hún byggir list sína á margvíslegri tækni, litameðferð og notar mynstur sem hún vinnur með og blandar á einn eða annan hátt bæði í málverkin og textílinn. Þóra Björk leikur sér með áferð, mynstur og stemmningu. Sýningin stóð frá 11. júní yil 3. ágúst 2015.